Leitað að fagstjórnanda í REI

Minnihlutinn tilkynnir um sinn fulltrúa í stjórn REI á næstu …
Minnihlutinn tilkynnir um sinn fulltrúa í stjórn REI á næstu dögum. Árvakur/Ómar

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, segir að minnihluti borgarstjórnar Reykjavíkur sé að leita að fagstjórnenda til að taka sæti í stjórn REI dótturfyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur og muni tilnefna hann á næstu dögum.

Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. 

Formaður stjórnar REI sem skipuð var í dag er Kjartan Magnússon, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Auk hans var Ásta Þorleifsdóttir kjörin í stjórn REI. Minnihluta borgarstjórnar Reykjavíkur stendur sem fyrr segir til boða að tilnefna fulltrúa í stjórnina en Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar, skipar stjórnarsætið þar til tilnefning liggur fyrir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert