Mörg skip á loðnuveiðum

Loðnuveiðibanni var aflétt í gær og héldu mörg skip strax til veiða. Nótaskipin Jóna Eðvalds og Krossey voru um áttaleytið í morgun stödd rétt austan við Vík í Mýrdal á leið á miðin norðaustur af Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram á fréttavefnum horn.is.

Þar kemur fram að loðnan haldi sig á grunnu vatni, alveg upp undir fjöru og sé kominn í um 20% í hrognafyllingu. Nokkur skip fengu risaköst, eða vel á annað þúsund tonn í kasti, í nótt og eru farin heim til löndunar. Skip Skinneyjar Þinganess mega veiða um 8 þús tonn úr þessari úthlutun, en sjávarútvegsráðherra gaf út 100 þús tonna viðbótarkvóta í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert