Einn fíkniefnaakstur á dag

Næstum því einn ökumaður á dag hefur mælst með fíkniefni …
Næstum því einn ökumaður á dag hefur mælst með fíkniefni í blóðinu á Suðurnesjum frá áramótum. mbl.is/Július

Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um að aka undir áhrifum fíkniefna í Reykjanesbæ í dag. Samkvæmt Sigurbergi Theodórssyni aðalvarðstjóra lögreglunnar á Suðurnesjum hafa 55 verið teknir fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna frá áramótum sem er svipað og á höfuðborgarsvæðinu.

„Við notum núna nýja og hraðvirka tækni sem mælir magn fíkniefna í þvagi og það  hefur reynst mjög vel," sagði Sigurbergur í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.

Fara of snemma af stað 

 „Samkvæmt umferðalögum má ekkert mælast hvorki í blóði né þvagi. Þeir sem eru í neyslu fíkniefna geta átt von á því að þau mælist í líkamanum þó að þeir finni ekki til vímu og menn eru að skeika á því að fara of snemma af stað," bætti Sigurbergur við.

 „Það er alls ekki þannig að við séum að taka þrælskakka aðila til hægri og vinstri en fólk sem mælist með þessi efni í líkamanum," sagði hann að lokum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert