Jónsson & Lemacks með 8 Lúðra

Ein af þeim auglýsingum sem Jonsson & Lemack hefur gert …
Ein af þeim auglýsingum sem Jonsson & Lemack hefur gert fyrir Eymundsson

Auglýsingastofan Jónsson & Lemacks hlaut átta Lúðra fyrir athyglisverðustu auglýsingar ársins 2007 á verðlaunahátíð ÍMARK í kvöld. Þar af fjóra Lúðra fyrir auglýsingar fyrir Eymundsson. Auk þess fékk stofan Lúður fyrir auglýsingu fyrir Hive, Lífís, Sía hátíðin í höndum Jónsson & Lemacks og Glitni. Auglýsingastofan ENNEMM hlaut tvo Lúðra fyrir auglýsingar fyrir 3G þjónustu Símans, Síðasta kvöldmáltíðin. 

Fíton fékk tvo Lúðra fyrir auglýsingar fyrir VR og Hvíta húsið hlaut tvo Lúðra fyrir auglýsingar fyrir Glitni og Samtökin 78.

 Húsfyllir var  á Nordica hótel í kvöld þar sem verðlaunin voru afhent en 470 manns sóttu viðburðinn úr markaðs - og auglýsingageiranum.

Verðlaun voru afhent í 14 flokkum og tilnefndar auglýsingar því 70 talsins. Innsendingar í ár eru um 630 talsins.

Nánar um úrslitin á vef ÍMARK

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert