Ákært í fjársvikamáli

Frá húsnæði Tryggingastofnunar.
Frá húsnæði Tryggingastofnunar. mbl.is/Árni Torfason

Tuttugu eru ákærðir í stórfelldu fjársvikamáli í Tryggingastofnun. Höfuðpaurinn í málinu, kona á fimmtugsaldri, þá starfsmaður Tryggingastofnunar, var kærð til lögreglu í júní 2006 og sökuð um að hafa svikið út úr Tryggingastofnun 75 miljónir króna.

Samkvæmt heimildum fréttastofu Útvarpsins voru flestir þeirra 19 sem einnig eru ákærðir, bótaþegar hjá Tryggingastofnun. Þeim er gefið að sök að hafa heimilað starfsmanninum að nota bankareikninga sína til að geyma féð sem hann sveik út úr stofnuninni. Þá eru þeir sakaðir um að hafa þegið þóknun fyrir, og fyrir að hylma yfir með konunni.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert