Einstæð móðir fékk lottóvinninginn

AP

Það var einstæð tveggja barna móðir sem datt í lukkupottinn sl. laugardag og vann fjórfaldan pott í lottóinu og fær hún tæpar 21 milljón í sinn hlut.  Konan er búin að vera áskrifandi að tveimur röðum í lottóinu í mörg ár en tölurnar eru afmælisdagar fjölskyldunnar. 

Konan fylgdist með útdrættinum í sjónvarpi og trúði vart sínum eigin augum.  Helgin var svo frekar erfið þar sem hún beið eftir að skrifstofur Íslenskrar getspár opnuðu til að kanna hvort að það gæti virkilega verið að hún hefði unnið þennan stóra pott.  Það var því mikil gleði í morgun þegar að konan fékk það staðfest í síma að það væri hún sem hefði unnið og væri nú 21 milljón krónum ríkari heldur en í síðustu viku, samkvæmt upplýsingum frá Íslenskri getspá. 

„Þess ber að geta að þessum heppna vinningshafa, líkt og öllum öðrum lottóvinningshöfum sem vinna meira en eina milljón í lottó, er boðið upp á fjármálaráðgjöf hjá KPMG." 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert