Vodafone hækkar verð á símtölum

mbl.is

Vodafone hefur tilkynnt Póst- og fjarskiptastofnun um breytingar á gjaldskrá sinni frá og með 1. mars 2008.  M.a. hækkaði verð þegar talað er milli heimasíma (fastasíma) úr 1,70 kr. í 1,85 kr. á mínútuna, eða um 8,8%.  Einnig hækkuðu upphafsgjöld á öllum áskriftarleiðum farsímanotkunar í 3,75 kr.

Á vef Vodafone kemur fram að upphafsgjald fyrir símtöl úr GSM síma hækkaði um 35 aura þann 1. mars, úr 3,40 kr. í 3,75 kr. Á sama tíma lækkaði verð á stórum MMS skilaboðum (hljóð og mynd) um nær 50%, úr 29 kr. í 14,9 kr. en verð á litlum MMS (aðeins texti) lækkar úr 19 kr. í 14,9.

Þá var verð á SMS skeytum í erlenda GSM síma hækkað úr 10,7 kr. í 14,9 kr. vegna breytinga á verðskrám erlendra samstarfsaðila.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert