Greiddu 4,2 milljónir kr. í vangreidd laun

Afl starfsgreinafélag og GT verktakar hafa náð samkomulagi um hluta deilumála vegna launagreiðslna til starfsmanna fyrirtækisins en málið kom upp í október síðastliðnum. Hefur fyrirtækið samþykkt að greiða 4,2 milljónir króna í laun til hóps starfsmanna fyrirtækisins og hafa verið gefnir út launaseðlar í samræmi við það.

Í frétt á vefsíðu AFLS kemur fram að starfsmennirnir hafi nú fengið að mestu greidd laun í samræmi við vinnutíma og ákvæði kjarasamninga, auk þess sem meirihluti þeirra fékk greidd laun í uppsagnarfresti út ráðningartímann.

Fram kemur einnig að enn er ágreiningur í málum tólf starfsmanna. Þar er um að ræða atriði er varða mismun á útborgun samkvæmt eldri launaseðlum og þeim raungreiðslum sem starfsmennirnir viðurkenni að hafa móttekið, alls um 1,8 milljónir króna. Þá er í þremur málum deilt um rétt starfsmanna til launa í uppsagnarfresti og í þremur málum til viðbótar er deilt um ráðningartíma starfsmanna og hversu lengi þeir áttu því rétt til launa í uppsagnarfresti. Samanlagt nema þessar kröfur 3,4 milljónum króna. Segir að samkomulag hafi ekki tekist um niðurstöðu þessara mála og verði að útkljá þau fyrir dómstólum og séu stefnur vegna þeirra í undirbúningi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert