24 metrar af mótmælum

Olíustöð Atlantsolíu í Hafnarfirði.
Olíustöð Atlantsolíu í Hafnarfirði. mbl.is/Þorkell

Síðastliðna 19 daga hefur farið fram undirskriftasöfnun þar sem skorað er á stjórnvöld að leyfa sölu á lituðu bensíni. Alls hafa safnast 24 metrar af undirskriftum og verða þeir afhendir í dag  kl. 11:00 í fjármálaráðuneytinu.

Það verður Ingvi Már Pálsson, formaður nefndar sem vinnur að endurskoðun skattlagningar eldsneytis, sem taka mun á móti listanum sem inniheldur nöfn 4920 einstaklinga, samkvæmt tilkynningu.

„Yrði Atlantsolíu heimilt að hefja sölu á lituðu bensíni myndi falla niður tæplega 33 krónu bensíngjald sem markað er til vegamála. Myndi þannig bensínlítrinn kosta rétt undir 100 krónum. Litað bensín yrði eingöngu til nota á tæki sem ekki nota vegi landsins svo sem sláttuvélar, vélsleða, rafstöðvar og skemmtibáta.

Fjölmargir hagsmunahópar hafa lýst stuðningi við málefnið og ber að nefna Landsbjörgu, Landssamband Íslenskra Vélsleðamanna, Vélhjólaíþróttaklúbbinn og Flugmálafélags Íslands," samkvæmt tilkynningu frá Atlantsolíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert