Spasskí kominn til landsins

Guðfríður Lilja heilsar Spasskí við komuna.
Guðfríður Lilja heilsar Spasskí við komuna. Ómar Óskarsson

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, forseti Skáksambands Íslands, tók síðdegis í dag á móti Borís Spasskí og fleiri þungavigtarmönnum í skák á Keflavíkurflugvelli, er þeir komu til landsins til þátttöku í minningarmóti um Bobby Fischer.

Þeir sem koma hingað til að heiðra minningu Fischers eru Bandaríkjamaðurinn William Lombardy, sem var aðstoðarmaður hans í einvígi aldarinnar í Reykjavík 1972, ungversk-bandaríski stórmeistarinn Pal Benkö sem flúði Ungverjaland 1957 og fór um Reykjavík áleiðis til Bandaríkjanna, Tékkinn Vlastimil Hort, sem setti hér heimsmet í fjöltefli, og Lajos Portisch frá Ungverjalandi.

Erlendu stórmeistararnir munu taka þátt í sérstakri hátíðardagskrá sem haldin verður til minningar um Bobby Fischer í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu kl. 14.00 á morgun, en þá hefði Bobby Fischer orðið 65 ára. Dagskráin er liður í Alþjóðlegri skákhátíð í Reykjavík sem tileinkuð er minningu Fischers.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert