Flugfélög bjóða upp á netinnritun

Icelandair býður viðskiptavinum sínum að innrita sig á netinu í öll flug
frá landinu frá og með deginum í dag, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Iceland Express býður upp á netinnritun frá og með morgundeginum, að því er félagið greindi frá nýlega.

Farþegar geta með því að fara inn á icelandair.is innritað sig í flug sitt um það bil sólarhring fyrir flug,eða með 22 klukkustunda fyrirvara, segir ennfremur í tilkynningunni frá Icelandair.

Í tilkynningu frá IE fyrir helgi kom fram, að farþegar geti innritað sig á vefnum allt að 60 dögum fyrir brottför flugs að síðustu 24 klukkustundunum fyrir flug undanskildum. Innritun fer fram í gegnum einfalt innritunarkerfi á vef Iceland Express og að því loknu fá farþegarnir brottfararspjald sent í tölvupósti. Þetta brottfararspjald er svo sýnt við öryggishliðið.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert