Rauði krossinn beinir sjónum að fólki í greiðsluerfiðleikum

Hjálparsími Rauða krossins 1717 stendur fyrir átaki vikuna 10. - 17. mars þar sem sjónum er beint að málefnum fólks sem á í greiðsluerfiðleikum.  Átakið er undir yfirskriftinni Þorirðu ekki að opna þau – opnaðu þig og er tilgangurinn að benda fólki á að það geti fengið ráðgjöf og upplýsingar um úrræði sem standa þeim til boða með því að hringja í Hjálparsímann 1717.  

Einnig er ætlunin að hvetja til umræðu í þjóðfélaginu um fjármálavanda heimilanna jafnframt því að benda á leiðir til úrlausnar.  Hjálparsíminn vann að undirbúningi átaksvikunnar í samstarfi við Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna og Fjármálaþjónustuna, og fengu sjálfboðaliðar sem svara í 1717 fræðslu frá þessum aðilum, að því er segir í tilkynningu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert