Vantar peninga til að ýta undir lífrænan búskap

Íslenskir bændur bíða ekki í röðum eftir að geta hafið lífrænan búskap. Ekki er nægur fjárhagslegur hvati til að fara út í slíkt hér á landi miðað við núgildandi reglur. Ekki stendur þó á faglegri þjónustu Bændasamtakanna, segir formaðurinn, Haraldur Benediktsson, sem segir óraunhæft að ætla sér að ná því markmiði sem sett hefur verið fram í þingsályktunartillögu, að 15% framleiðslunnar verði vottuð lífræn að 12 árum liðnum. Í dag er hlutfallið innan við 1%, líkt og fram kom í máli Ólafs Dýrmundssonar landnýtingarráðunautar í Morgunblaðinu í gær.

„Menn eiga ekki að vera að binda sig við prósentutölur. Það er vissulega þörf á því að setja markmið og eðlilegt að við snúum okkur að því að ýta undir áhuga á lífrænni ræktun,“ segir Haraldur 

 „Vandamálið hefur verið það að menn hafa ekki verið að hafa það út úr lífrænni framleiðslu sem þeir verða að fá til að geta staðið í þessu,“ segir Haraldur. Hann segir áhuga á slíkri ræktun ekki virðast vera mikinn og játar að ekki hafi nóg verið gert til að ýta undir hann. „En það hefur hins vegar ekkert staðið í vegi fyrir að menn fari út í slíkan búskap,“ segir hann. „Ég get ímyndað mér að fólki finnist of lítið vera í pottinum fyrir þá bændur sem vilja fara í nauðsynlegt aðlögunarferli. En við höfum einfaldlega ekki haft meiri peninga. Ég er algjörlega samfærður um að við eigum að reyna að lyfta undir þennan búskap. Mín tilfinning er sú að markaðurinn kalli eftir því.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert