Kurr í lögreglumönnum

Lögreglufélag Reykjavíkur sendir frá sér harðorða tilkynningu.
Lögreglufélag Reykjavíkur sendir frá sér harðorða tilkynningu. mbl.is/Július


Stjórn lögreglufélags Reykjavíkur sendi frá sér tilkynningu þar sem dómi sem féll nýlega Héraðsdómi Reykjavíkur er harðlega mótmælt. Dæmt var í máli þar sem ráðist var á lögreglumenn við skyldustörf og segir í tilkynningu lögreglufélagsins að dómurinn sé hneyksli.

Í tilkynningunni eru dómarar Héraðsdóms hvattir til að stíga úr fílabeinsturni sínum og kíkja í miðborgina um helgar til að átta sig betur á starfsumhverfi lögreglunnar.

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær einn erlendan karlmann í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á lögreglumenn sem voru við skyldustörf á Laugavegi í Reykjavík í janúar. Tveir aðrir erlendir menn voru sýknaðir í málinu.

Annað mál sem lögreglufélag Reykjavíkur lýsir andstöðu sinni við eru uppsagnir samninga við hundaþjálfara. Í tilkynningu á vefsíðu félagsins segir að hundamálin séu skilin eftir í lausu lofti.

Í tilkynningunni segir: „Það er athyglisverð afstaða yfirstjórnar LRH að þrátt fyrir að fíkniefni flæði um allt með öllum sínum vandræðum losar hún sig við helsta tæki lögreglunnar í baráttunni við fíkniefnavandann, þ.e. hundana. Á síðasta ári jókst málafjöldi hjá hundum um 300 % milli ára."


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert