Vilja skoða lestakerfi í borginni

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu í gær fram tillögu í borgarráði, þess efnis að umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar skuli falið að kanna hagkvæmni þess og fýsileika að koma á lestarsamgöngum milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur annars vegar og léttlestakerfis í Reykjavík hins vegar, með tilliti til fjárhags-, umhverfis- og skipulagslegra þátta.

Tillagan stafaði m.a. af hækkandi eldsneytisverði, þéttingu byggðar, umhverfisþáttum og áherslu á nýtingu innlendra orkugjafa í samgöngum. Samkvæmt henni skal umhverfis- og samgöngusvið leitast við um samstarf með samgönguráðuneytinu verkefnið, auk þess að hafa samráð við Orkuveitu Reykjavíkur.

Þá skyldi ýtarlegri verkefnalýsingu og kostnaðaráætlun vegna verksins skilað til borgarráðs eigi síðar en 1. júní næstkomandi. Afgreiðslu málsins var frestað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert