Lögreglumenn á fund ráðherra

Íslenskir lögreglumenn.
Íslenskir lögreglumenn. mbl.is/Eyþór

Þeir Óskar Sigurpálson, formaður LR og Karl Jóhann Sigurðsson, varaformaður, sátu fundinn fyrir hönd lögreglumanna og komu á framfæri mótmælum Lögreglufélags Reykjavíkur vegna þeirrar skerðingar sem orðið hafi á löggæslu við sameiningu embættanna á höfuðborgarsvæðinu.

Á heimasíðu LR segir, að Birni hafi verið gerð grein fyrir því að lögreglumenn skorti í nánast allar deildir en þó sérstaklega í almenna deild þar sem fjöldi lögreglumanna sé nú sá sami og hann var í Reykjavík einni fyrir sameiningu. Þetta dragi úr  öryggi borgara og lögreglumanna.

Einnig var komið á framfæri mótmælum við ráðherra vegna uppsagnar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á samkomulagi við hundaþjálfara en Björn sagði að ræða skipulagsbreytingu hjá lögreglu og tollgæslu.

Lögreglumennirnir lýstu einnig furðu sinni á því, að lögreglustöðinni við Hverfisgötu hefði verið lokað fyrir almenning á kvöldin, næturnar og um helgar. Þá sögðu þeir ýmislegt benda til, að fæstir þeirra nema, sem nú eru í Lögregluskólanum, muni fá vinnu að loknu námi. Haft er eftir Birni, að honum sé kunnugt um þetta og verið sé að skoða málið. 

Nýfallinn dómur Héraðsdóms Reykjavíkur vegna árásar hóps manna á lögreglumenn að störfum kom til tals á fundinum. „Voru allir sammála um að niðurstaðan væri ekki í samræmi við þær breytingar sem dómsmálaráðherra beitti sér fyrir að gerðar  voru á 106. gr. hegningarlaga," segir á heimasíðu Lögreglufélags Reykjavíkur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert