Bannað að bera brjóstin í Hveró

mbl.is/Þorkell

„Ég var vonsvikin og hissa á viðbrögðum baðvarðarins,“ segir sænska baráttukonan Kristin Karlsson.

Kristin fór berbrjósta í sund í Hveragerði um helgina ásamt íslenskum félaga sínum. Baðvörður á vakt brást ókvæða við, rétti Kristinu stuttermabol og sagði að hún yrði að hylja sig, ella yrði hún rekin upp úr. Kristin yfirgaf þá sundlaugina. „Þetta er á skjön við það sem ég hef heyrt um sundlaugar á Íslandi. Ég var búin að heyra að það væru hvorki reglur né lög um þetta á Íslandi,“ segir Kristin.

„Baðvörðurinn talaði um að það hefði verið kvartað,“ segir Kristin. „Það er óalgengt að konur fari topplausar í sund svo að fólk horfði vegna þess að það var hissa. Það voru engin önnur viðbrögð.“

Pétur Ingvarsson gegndi stöðu íþrótta- og tómstundafulltrúa í Hveragerði þegar 24 stundir fjölluðu um svipað málefni undir fyrirsögninni Íslenskar konur mega bera brjóstin í janúar. Hann sagði baðverði ekki aðhafast þegar konur liggja berbrjósta í sólbaði við sundlaugina í Hveragerði.

Pétur starfar ekki lengur hjá Hveragerðisbæ, en 24 stundir höfðu samband við Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði. „Þetta var skondin uppákoma og kom fólki á óvart,“ segir hún. „Við höfum aldrei lent í þessu, sem skýrir viðbrögð sundlaugarvarðarins.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert