Iðn og starfsnám fyrir börn og unglinga verði eflt

Ráðhús Reykjavíkur
Ráðhús Reykjavíkur mbl.is/Sverrir

Borgarfulltrúar F-lista og Sjálfstæðisflokks lögðu til á borgarstjórnarfundi í dag að Reykjavíkurborg geri áætlun, sem miði að því að höfuðborgin verði í fremstu röð sveitarfélaga varðandi kynningu á iðn- og starfsnámi fyrir börn og unglinga.  Tillagan var samþykkt samhljóða og var vísað til nánari útfærslu í leikskólaráði og menntaráði.

Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg segir, „Í tillögunni felst að Reykjavíkurborg setji af stað markvissa vinnu sem leidd verði af skólasviðum borgarinnar til að tryggja aukna kynningu og menntun iðn- og starfsnáms með fjölbreyttum aðferðum. Markmiðið er að borgin verði leiðandi í því að hefja námið upp á þann stall sem það verðskuldar. Borgin skoði margs konar leiðir til að kynna iðn-og
starfsgreinar. Haldin verði námskeið, útbúin verði skólastofa á hjólum með tækjum til að kenna ólíkar starfsgreinar og ólík störf verði kynnt fyrir leikskólabörnum m.a. með hlutverkaleikjum. Starfsfræðsla verði aukin í grunnskólum, m.a. með samstarfsverkefnum við nýjan öflugan iðnskóla í borginni og með því að efla samstarf við Samtök iðnaðarins, iðn- og þjónustufyrirtæki og fleiri hagsmunaaðila."

Eitt af meginmarkmiðum frumvarpsins er að efla stöðu iðn- og verkgreina í landinu með því að leyfa skólum að blanda saman ólíkum fögum hefðbundins bóknáms og verknáms í eina braut.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert