Vantrúaðir spila bingó

Samtökin Vantrú stóðu fyrir ólöglegu bingói á Austurvelli í blíðunni …
Samtökin Vantrú stóðu fyrir ólöglegu bingói á Austurvelli í blíðunni í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Samtökin Vantrú stóðu fyrir hinu árlega Vantrúarbingói á Austurvelli í dag en það brýtur í bága við lög um helgidagafrið sem voru sett til að tryggja frið, næði og hvíld almennings á helgidögum þjóðkirkjunnar.

Á heimasíðu samtakanna segjast þau berjast gegn hindurvitni og aðstoðar meðal annars fólk við að segja sig úr Þjóðkirkjunni. 

Lögregla höfuðborgarsvæðisins sagðist ekki mundu hafa afskipti af hópum sem þessum nema að af þeim skapaðist ónæði. „ Hjá okkur ríkir trúfrelsi þó að við höfum þjóðkirkju og ef fólk sem trúir á stokka og steina eða aðhyllist aðra trú spilar bingó þá gerum við ekkert í því nema ef háreysti eða rafmagnað hljóð fari að trufla," sagði varðstjóri í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert