Mótmæli við kínverska sendiráðið í Reykjavík

stækka

mbl.is/Árni Sæberg

Efnt var til mótmælaaðgerða við kínverska sendiráðið í Reykjavík í dag, og í fréttatilkynningu frá skipuleggjendum sagði að andmælt væri til að að þrýsta á 
kínversk yfirvöld að
virða mannréttindi Tíbeta og hleypa alþjóðlegum mannréttindasamtökum 
inn í landið og sýna Tíbetum stuðning í þeirra baráttu fyrir frelsi í 
sínu eigin landi.

Í fréttatilkynningunni sagði ennfremur:

„Tíbet hefur verið lokað af, fjölmiðlafólki og ferðamönnum hefur verið vísað frá landinu. Símasamband og netsamband verið rofið.

Herlögum hefur verið komið á og fólk handtekið fyrir þá einu sök að eiga mynd af trúarleiðtoga sínum, Dalai Lama í fórum sínum.

Undanfarið hafa mikil mótmæli brotist út í Tíbet, þau mestu í sögu landsins. Í það minnsta 1000 manneskjur hafa verið handteknar í Lhasa.

Þeir sem þekkja til mannréttindabrota kínverskra yfirvalda vita að þetta fólk mun sæta miklu ofbeldi í fangelsunum.

Dæmi eru um það að munkar hafa fremur skorið sig á púls en að þurfa að sitja undir þeim pyntingum sem bíða þeirra í kínverskum fangelsum.“

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Innlent »

Skellti bílhurð á lögreglumann

15:33 Embætti ríkissaksóknara hefur ákært karlmann fyrir brot gegn valdstjórninni. Manninum er gert að sök að hafa aðfaranótt sunnudagsins 31. ágúst 2014, skellt hurð lögreglubifreiðar á höfuð og öxl lögreglumanns í Sandgerði. Meira »

81% á leigumarkaði eftir nauðungarsölu

15:29 Niðurstöður könnunar á afdrifum fjölskyldna á Suðurnesjum sem misstu húsnæði sitt á nauðungarsölu á árunum 2008-2011 leiðir í ljós að 81% þeirra búa nú í leiguhúsnæði. Meira »

Píratar halda enn sjó

15:21 Enn mælast Píratar með mest fylgi allra flokka á Íslandi, nú í könnun MMR. Flokkurinn mælist nú með 32,7% fylgi. Stuðningur við ríkisstjórnina þokast örlítið uppávið og mælist nú 31,4%. Fylgisaukning Pírata virðist mest á kostnað Bjartrar framtíðar og Framsóknarflokks. Meira »

Leiði til raunverulegra kjarabóta

15:13 Markmiðið í yfirstandandi kjaraviðræðum er að leggja grunn að góðri lausn. Fyrir vikið hefur ríkið verið tilbúið til að skoða ýmsar ólíkar nálganir en ávallt nefnt í því samhengi að aðkoma þess þurfi að vera til þess fallin að tryggja að niðurstaðan leiði til raunverulegra kjarabóta fyrir launþega. Meira »

Loka þarf um 75% allra sjúkrarýma

15:03 Loka þarf um 75% allra sjúkrarýma á Selfossi og í Vestmannaeyjum ef það verður af verkfalli hjúkrunarfræðinga. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Á Selfossi verða opin 5 rúm af 18 sjúkrarúmum en áfram eru öll 40 hjúkrunarrými opin. Meira »

Styrkir Airwaves um níu milljónir

14:55 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, klæddur í forláta leðurbuxur, og Grímur Atlason, framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves, skrifuðu undir samning í dag um styrk Reykjavíkurborgar til hátíðarinnar. Styrkur borgarinnar nemur 9 milljónum króna í ár. Meira »

„Krakki með bensínbrúsa og eldspýtur“

14:33 „Ég held að vandi okkar við að ná hér saman eða komast eitthvað áfram með störf þingsins holdgerist í tveimur mönnum umfram aðra. Það er að segja hæstvirtum forsætisráðherra, sem veður hér um eins og krakki með bensínbrúsa og eldspýtur og kveikir elda út um allt, og síðan formanni atvinnuveganefndar.“ Meira »

Kanna viðhorf til rafbíla

14:46 Starfsmenn Háskólans á Akureyri geta nýtt sér rafmagnsbíl til erinda á vegum skólans næstu dagana en það er liður í viðhorfskönnun um notkun rafbíla á meðal starfsmanna hans. Verkefnið er framlag háskólans til þess að gera Akureyri að kolefnishlutlausu bæjarfélagi. Meira »

Setja 1,8 milljarða í vegakerfið

14:28 Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að verja 1,8 milljörðum króna til brýnna framkvæmda á vegakerfi landsins til viðbótar við þær framkvæmdir sem áður voru fyrirhugaðar. Tilgangurinn með framkvæmdunum er að bæta umferðaröryggi og bregðast við slæmu ástandi vega. Meira »

Umsögn ráðuneytisins ekki efnisleg

14:03 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að umsögn fjármálaráðuneytisins um húsnæðisfrumvarp Eyglóar Harðardóttur félagsmálaráðherra sé aðeins kostnaðarumsögn, ekki efnisleg umsögn. Hann telur að aðgerðir í húsnæðismálum gætu verið liður í lausn á yfirstandandi kjaraviðræðum. Meira »

Minntust látins þingmanns

13:57 Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, hóf þingfund í dag með því að minnast Skúla Alexanderssonar, fyrrverandi alþingismanns, sem lést á laugardaginn 88 ára að aldri. Skúli sat á þingi sem aðalmaður samfellt frá 1979-1991 fyrir Alþýðubandalagið. Meira »

Bifhjólamaðurinn erlendur ferðamaður

13:43 Manninum sem lenti í umferðarslysi í Hvítársíðu í Borgarfirði síðdegis í gær er enn haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítalans. Maðurinn, sem er erlendur ferðamaður, var á ferð á bifhjóli eftir holóttum malarvegi í Hvítársíðu þegar hann missti stjórn á ökutækinu. Meira »

Ekki aukið álag vegna verkfalls

13:41 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki fundið fyrir auknu álagi í tengslum við yfirvofandi allsherjarverkfall hjúkrunarfræðinga sem hefst að óbreyttu á miðnætti í kvöld. Meira »

Leggja sig fram við að bæta þjónustuna

13:37 Margar tillögur framkvæmdarráðs ferðaþjónustu fatlaðs fólk hafa verið framkvæmdar og aðrar eru í vinnslu. Það er mat ráðsins, sem var skipað þann 6. mars s.l. að margt hafi áunnist í úrbótum á ferðaþjónustu fatlaðs fólks. Þetta kemur fram í tilkynningu frá framkvæmdarráðinu. Meira »

„Við verðum að fara að ljúka þessu“

12:43 Möguleg aðkoma ríkisins að kjarasamningunum var rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun að sögn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Hann segir það ekki stefnu ríkisstjórnarinnar að grípa til skattahækkana. Skattalækkanir gætu frekar komið til greina sem hluti af lausn á vandanum á vinnumarkaði. Meira »

850 milljónir í brýn verkefni

13:40 Ríkisstjórnin hefur samþykkt að verja 850 milljónum króna í sumar til brýnna uppbyggingar- og verndaraðgerða á ferðamannastöðum sem eru í eigu eða umsjón ríkisins. Fjármögnun verkefnanna er háð samþykki Alþingis. Meira »

Löng helgi verið illa nýtt

13:29 Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna kvöddu sér hljóðs á Alþingi í dag og gagnrýndu að þriggja daga helgi hefði ekki verið nýtt af forystumönnum ríkisstjórnarflokkanna til viðræðna við stjórnarandstöðuna um það með hvaða hætti væri hægt að lenda umræðum í þinginu um rammaáætlun. Meira »

Klárlega ógn við öryggi sjúklinga

12:39 Áhrif verkfalla aðildarfélaga BHM á starfsemi Landspítalans eru gríðarleg. Verkfallið hefur nú staðið í tæplega 7 vikur og lausn virðist ekki í sjónmáli. Þetta kemur fram í ályktun frá læknaráði Landspítalans. Meira »
Sumarhús í Hvalfirði 55 km frá Reykjavík
Til leigu vel útbúin 2-4 manna sumarhús með heitum potti og gasgrilli. Frábært ú...
RENAULT KNAUS/ R06 2007 húsbíll til sölu
Mjög vel með farin húsbíll árgerð 2007. Fortjald fylgir á markísu. Aukahlutir...
NAFNSPJÖLD
Samskipti - prentlausnir fyrir skapandi fólk...
Verðlaunagripir-gjafavara-áletranir
Bikarar, verðlaunapeningar, barmmerki, orður, póstkassaplötur, plötur á leiði, g...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, ...
Afgreiðsla í verslun
Afgreiðsla/verslun
Afgreiðsla í verslun Vantar...
Bifvélavirki
Iðnaðarmenn
BIFVÉLAVIRKI Stál og stansar ehf óska...
Skólameistari kvennaskólans
Grunn-/framhaldsskóla
Embætti skólameistar...