Hátíðarstemnig á Siglufirði

Sannkölluð hátíðarstemning er nú á Siglufirði bæði vegna páskahátíðarinnar og þess að á föstudaginn langa var sprengt í gegn í Héðinsfjarðargöngum. 

Mikil aðsókn hefur verið að skíðasvæðinu í Siglufjarðarskarði nú um páskahelgina. Þar er nú sól og blíða og mikill fjöldi heimamanna, brottfluttra Siglfirðinga og annarra gesta. Þrjár skíðalyftur eru keyrðar í fjallinu og boðið upp á ýmsar skemmtanir. 

Fjölmargir hófu páskadaginn á Siglufirði með páskadagsmessu klukkan átta í morgun og með morgunkaffi í safnaðarheimilinu að lokinni messu.

Þykir það ýta enn frekar undir hátíðarstemninguna í bænum að á föstudaginn langa var sprengt í gegn í Héðinsfjarðargöngum. Var þá sprengt í Héðinsfjörð Siglufjarðarmegin en vinnuflokkur færir sig nú yfir og byrjar að sprengja sig á móti vinnuflokki sem er að störfum Ólafsfjarðarmegin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert