Tveir handteknir eftir átök

Fjölmennt lið lögreglu og sérsveitarmann var sent að heimili við  Leifsgötu í Reykjavík skömmu fyrir klukkan ellefu í morgun þar sem tilkynnt hafði verið um að maður ógnaði öðrum með hnífi. Mennirnir voru báðir handteknir án mótspyrnu og eru þeir nú í haldi lögreglu.

Alls sátu 13 manns í fangageymslum lögregunnar í Reykjavík áður en mennirnir tveir voru handteknir í morgun. Að sögn lögreglu voru allir þeir, sem gistu fangageymslurnar í morgun af erlendu bergi brotnir.

Á meðal þeirra eru fjórir menn sem handteknir voru eftir grófa líkamsárás í Breiðholti um miðjan dag í gær og einn maður sem handtekinn var eftir líkamsárás í íbúð við Miklubraut í gærkvöldi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert