Eðlileg viðbrögð Seðlabanka

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði eftir ríkisstjórnarfund í dag, að hann teldi vaxtahækkun Seðlabankans í morgun eðlilega aðgerð í ljósi aðstæðna á peningamarkaði. Geir sagði að engin ákvörðun hefði verið tekin á ríkisstjórnarfundinum um aðgerðir af hálfu stjórnarinnar. 

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, sagði þótt um væri að ræða umdeilda og erfiða ákvörðun hefði Seðlabankinn ekki átt margra kosta völ. Um væri að ræða skýr skilaboð bankans um að hann muni standa vaktina og berjast gegn verðbólgu.

Hún sagði einnig, að starfsfólk íslenskra sendiráða í útlöndum muni vinna að því að leysa ímyndarvandamál íslenskra fjármálastofnana, sem væri hluti af þessu vandamáli.

Seðlabankinn hækkaði hins vegar stýrivexti í morgun um 1,25 prósentur.  Nánar er fjallað um málið í sjónvarpi mbl.

Aðrar helstu fréttir:

Styrking krónu og hækkun á hlutabréfamarkaði

Búist við hækkun á verði matvæla

Bensín lækkaði um krónu

Framlög til hjálparstarfs í Afganistan skila sér ekki

Sofandi manni bjargað úr brennandi húsi

Höfundur Harry Potter: Lífið ekki alltaf dans á rósum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert