Óveður undir Eyjafjöllum og blint á Hellisheiði

Mjög hvasst er og skafrenningur og blint undir Eyjafjöllum austur fyrir Vík í Mýrdal og ekkert ferðaveður að mati lögreglunnar á Hvolsvelli. Lögreglan á Selfossi varar þá sem hyggjast leggja á Hellisheiði einnig við færðinni.

Það er leiðinlegt veður á Hellisheiði, Þrengslum og á Sandskeiði og biður lögreglan á Selfossi um að huga að færðinni og hafa samband við Vegagerðina áður en það leggur af stað. 

Þar er skafrenningur, mikil hálka og sviptivindar sem gera ökumönnum lífið leitt. 

 Engin slys hafa orðið af völdum veðursins en það skall á með miklu hvassviðri með kvöldinu. Bílar hafa fokið þversum á veginum á Hellisheiði og ökumenn hafa átt í erfiðleikum með að komast leiðar sinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert