Árekstur við minningarathöfn

Frá slysstað.
Frá slysstað. mbl.is/Karl Axel Kristjánsson

Bifhjólamenn og bifreiðastjórar sem vildu minnast Ólafs Símonar Aðalsteinssonar bifhjólamannsins sem lést í slysi á Kringlumýrarbraut fyrir viku síðan óku í fylkingu frá Hafnarfirði inn í Reykjavík fyrr í kvöld en flytja þurfti einn bifhjólamann á slysadeild eftir árekstur innan fylkingarinnar.

Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu mun ökumaður bifhjólsins hafa ekið aftan á bifreið og lenti hann í götunni og slasaðist lítillega. Áreksturinn varð á mótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar um klukkan hálf tíu í kvöld.

Lögreglan fylgdi fylkingunni frá Hafnarfirði.

Að sögn sjónarvotta voru bæði lögregla og slökkvilið með mikinn viðbúnað á slysstað. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert