Ríkisendurskoðandi óskar eftir lausn frá starfi

Sigurður Þórðarson, ríkisendurskoðandi er fremstur á myndinni
Sigurður Þórðarson, ríkisendurskoðandi er fremstur á myndinni mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi hefur með bréfi til forseta Alþingis óskað eftir því að láta af störfum frá og með 1. júlí nk. Sigurður var fyrst ráðinn ríkisendurskoðandi 1. júlí 1992 og hefur því gegnt embættinu í 16 ár þegar hann lætur af störfum. Sigurður var áður vararíkisendurskoðandi eða allt frá árinu 1987 er Ríkisendurskoðun var færð undir Alþingi.

Samkvæmt lögum um Ríkisendurskoðun mun forsætisnefnd Alþingis ráða nýjan ríkisendurskoðanda til sex ára. Ríkisendurskoðandi skal vera löggiltur endurskoðandi, sbr. 2. gr. laga nr. 86/1997.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert