Boðað til fundar með Al Gore

Friðarverðlaunahafinn Al Gore boðar til opins fundar í Háskólabíói.
Friðarverðlaunahafinn Al Gore boðar til opins fundar í Háskólabíói. Reuters

Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og Nóbelsverðlaunahafi, flytur fyrirlestur á opnum fundi um umhverfismál sem haldinn verður á vegum Glitnis og Háskóla Íslands í Háskólabíói að morgni þriðjudagsins 8. apríl  kl. 8:00.

Fundarstjóri verður Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands.  Al Gore verður staddur á Íslandi dagana 7.-8. apríl í boði forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar.
 
Í fréttatilkynningu frá Glitni segir að Glitnir sé að vinna að fjölmörgum spennandi málum í Bandaríkjunum með leiðandi fyrirtækjum í fjármálaþjónustu við jarðvarmaverkefni. Bankinn starfar alþjóðlega með fjölda aðila sem fjalla um og koma að  þróun endurnýjanlegra orkugjafa og hefur starfsemin vakið athygli meðal ýmissa málsmetandi fyrirtækja og einstaklinga, þar með talið Al Gore.
 
Vegna takmarkaðs sætafjölda þurfa þeir sem hyggjast taka þátt að skrá þátttöku á heimasíðu Glitnis, www.glitnir.is eða með því að hringja í síma 440 4000. Sæti eru númeruð, þátttakendur þurfa að nálgast miða í útibúi Glitnis að Kirkjusandi eigi síðar en 4. apríl nk.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert