Mannréttindabrotum mótmælt

Frá mótmælunum í dag.
Frá mótmælunum í dag. mbl.is/Guðmundur Rúnar

Um sextíu manns efndu til mótmæla fyrir utan Kínverska sendiráðið í Reykjavík klukkan eitt í dag. Forsvarsmaður hópsins sagði að verið væri að stofna samtökin Vinir Tíbets sem vilja vekja athygli á mannréttindabrotum Kínverja í Tíbet.

Mótmælin fóru friðsamlega fram og var þeim lokið um klukkan tvö enda er ákaflega kalt í veðri til að standa langar mótmælastöður.

Frumsýndur var baráttubolur sem Jón Sæmundsson hefur hannað og til stóð að rapparinn Poetrix stigi á stokk með mótmælarapp en það atriði mun frestast fram á mánudag klukkan fimm er efnt verður til nýrra mótmæla á sama stað og þá verður gengið frá sendiráðinu að Alþingishúsinu við Austurvöll og þingmönnum afhent  ályktun mótmælafundarins í dag.

Mótmæli í Madrid

 Nokkur hundruð manna efndu af sömu ástæðu til mótmæla fyrir utan sendiráð Kína í Madrid. Þar stóðu menn í tvær klukkustundir og fóru mótmælin friðsamlega fram. Tíbeski munkurinn Thubten Wangchen hélt ræðu þar sem hann sakaði kínversk yfirvöld um þjóðarmorð og pyntingar í aðgerðunum í Lhasa undanfarna daga.

Kallaði hann eftir aðgerðum alþjóðasamfélagsins og að Sameinuðu Þjóðirnar rjúfi þögn sína í málinu.

Baráttubolur Jóns Sæmundssonar var frumsýndur.
Baráttubolur Jóns Sæmundssonar var frumsýndur. mbl.is/Guðmundur Rúnar
Frá mótmælunum í Madrid á Spáni í dag.
Frá mótmælunum í Madrid á Spáni í dag. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert