Alþjóðlegur aðgerðadagur

Tæplega 30 mótmælendur stóðu fyrir utan sendiráðið í dag.
Tæplega 30 mótmælendur stóðu fyrir utan sendiráðið í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Hópur mótmælenda sem tekur þátt í alþjóðlegum aðgerðadegi til stuðnings Tíbet gengur nú frá Kínverska sendiráðinu í Reykjavík á leið að alþingishúsinu þar sem forsætis- og utanríkisráðherra munu taka við bréfi sem er ákall til Íslenskra stjórnvalda um að láta sig varða málefni Tíbets.

Birgitta Jónsdóttir sagði í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins að í bréfinu væri ákall til stjórnvalda og þar væri einnig bent á nokkrar leiðir til að þrýsta á kínversk yfirvöld og vekja athygli á mannréttindabrotum sem framin eru í Tíbet. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert