Sátt náðist í Ártúnsbrekku

Lögreglumenn í Ártúnsbrekku í morgun.
Lögreglumenn í Ártúnsbrekku í morgun. mbl.is/Júlíus

Bílstjórar sem hafa lokað umferð um Ártúnsbrekku féllust fyrir stundu á að hætta aðgerðum sínum og er verið að leysa úr þeim umferðarhnút sem þar myndaðist.  Til handalögmála kom þegar lögregla hugðist fjarlægja bílstjóra sem neitaði að fara að fyrirmælum lögreglu og færa bíl sinn. 

Nokkrir af æðstu yfirmönnum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru í Ártúnsbrekkunni, lokaðist vegna aðgerða vörubílstjóra. Reyndu þeir að telja forsvarsmenn bílstjóranna á að hætta að stöðva umferð um brekkuna.

Með aðgerðum sínum vilja vörubílstjórar mótmæla hárri álagningu ríkisins á eldsneyti sem skilar sér í hærra eldsneytisverði,  einhliða hvíldarlögum ríkisins og lélegri aðstöðu fyrir vörubílstjóra til að njóta þeirrar hvíldar sem gert er ráðfyrir í umræddum lögum. 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert