Samgöngumiðstöð rís í mýrinni

Samgöngumiðstöð sem hýsa mun allar tegundir samgangna rís í Vatnsmýrinni og telur borgin mikilvægt að fyrsti áfangi samgöngumiðstöðvarinnar verði tilbúinn ekki síðar en í árslok 2009.

Þetta kemur fram í frétt frá Reykjavíkurborg, en á fundi borgarstjóra, Ólafs F. Magnússonar, og Kristjáns Möller samgönguráðherra kynnti borgarstjóri tillögu að lausn samgöngumála í Vatnsmýrinni sem felur í sér byggingu samgöngumiðstöðvar sem verður miðstöð flugstarfsemi, almenningssamgangna, hópferðabifreiða, leigubifreiða o. fl. Lóðin sem um er að ræða er vestan Valssvæðisins og er sjö hektarar og miðast sú stærð við flugstarfsemi. Makaskipti þurfa að eiga sér stað milli ríkis og borgar vegna þessa og mun borgin heimila flugrekstraraðilum sem nú hafa ekki aðstöðu á vellinum að nýta jaðar þeirrar lóðar til að byrja með.

„Í samræmi við þetta hlutverk samgöngumiðstöðvar leggur Reykjavíkurborg áherslu á að öll uppbygging og starfsemi vegna flugrekstrar í Vatnsmýri fari fram í fyrirhugaðri samgöngumiðstöð og sameinist þar á einu svæði í stað þess að dreifast víða um Vatnsmýrina,“ segir þar ennfremur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert