Þingforseti tekur við mótmælum

Bílstjórarnir með jeppadekkið sem þeir afhentu Sturlu.
Bílstjórarnir með jeppadekkið sem þeir afhentu Sturlu. mbl.is/Júlíus

Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, tók við mótmælaskjali gegn háu eldsneytisverði á Austurvelli í dag. Bílalest fór frá Sundagörðum í miðborgina nú síðdegis og eru allar götur í kringum Austurvöll fullar af bílum.

Á sama tíma lokuðu flutningabílstjórar umferð á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar en opnuðu fljótlega fljótlega aftur og héldu upp í Ártúnsbrekku. Þar hægðu þeir ferðina í stutta stund en lokuðu ekki götunni.

Forsvarsmenn ferðaklúbbsins 4x4, sem skipulögðu mótmælaaðgerðirnar á Austurvelli afhentu Sturlu einnig stórt jeppadekk sem á hafði verið letruð mótmæli. Þingvörður rúllaði dekkinu inn í Alþingishúsið.

Bílstjórar stöðvuðu umferð í stuttan tíma á Kringlumýrarbraut í dag.
Bílstjórar stöðvuðu umferð í stuttan tíma á Kringlumýrarbraut í dag. mbl.is/Júlíus
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert