Álykta um stimpilgjöld

Týr, f.u.s í Kópavogi, fagnar því skrefi sem tekið hefur verið með ákvörðun um afnám stimpilgjalda við fyrstu fasteignakaup. Hinsvegar telur Týr að stíga ætti skrefið til fulls. Þetta kemur fram í ályktun.

„ Týr hvetur því stjórnarflokkana til þess að setja fram aðgerðaráætlun með það að leiðarljósi að afnema stimpilgjöld sem fyrst á kjörtímabilinu.Stimpilgjöld eru kostnaðarflækja sem eru til þess fallin að auka á byrði heimilinna.

Annað dæmi um frekari kostnaðarflækju er tvísköttunin sem kölluð er fasteignaskattur. Fasteignaskattur er tvísköttun vegna þess að verið er að skattleggja þegar skattlagðar tekjur. Fasteignaskattur kemur illa út fyrir unga sem og aldna. Týr telur að Kópavogur eigi að sýna fordæmi til annarra sveitarfélaga með að setja sér langtíma markmið um að afnema fasteignaskatt."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert