Buðu lögreglu upp á kaffi og vöfflur

mbl.is/Júlíus

Atvinnubílstjórar sem loka Kringlumýrarbraut í Reykjavík frá gatnamótunum við Miklubraut sögðu í samtali við blaðamann mbl.is í morgun að þær hefðu í hyggju að tefja umferð um gatnamótin í klukkutíma.  Þeir höfðu meðferðis kaffi og vöfflur og buðu lögreglumönnum á staðnum upp á veitingar.  Lögregla mun hins vegar ekki hafa þegið slíkt og lagt allt kapp á að telja bílstjórana á að greiða fyrir því að umferð gæti komist í eðlilegt  horf á ný. 

Bifreiðastjórar stöðva nú einnig umferð á Reykjanesbraut við Bústaðaveg. Aðgerðirnar hófust um klukkan hálf átta og samkvæmt upplýsingum frá lögreglu má búast við miklum töfum vegna þessa í morgunumferðinni. 

Lögregla hefur varað við því að aðgerðir bílstjóranna skapi mikla hættu en með aðgerðum sínum segjast bílstjórarnir vera að mótmæla háu eldsneytisverði, lagasetningu um hvíldartíma þeirra og aðstöðuleysi til að hægt sé að framfylgja þeim lögum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert