Loka fyrir umferð olíubíla

Frá aðgerðum 4x4 í morgun.
Frá aðgerðum 4x4 í morgun. mbl.is/Júlíus

Félagsmenn í Ferðaklúbbnum 4x4 hafa lokað fyrir aðgengi olíubíla að birgðastöð olíufélaganna í Örfirisey. Að sögn blaðamanns mbl.is sem er á staðnum eru um 12 jeppar á staðnum. Lögregla er komin á staðin og fylgist með aðgerðum bílstjóranna. Með þessu vilja liðsmenn 4X4 mótmæla háu eldsneytisverði.

Samkvæmt upplýsingum frá Ferðaklúbbnum 4X4 stendur félagið ekki að mótmælunum heldur eru aðgerðirnar á vegum nokkurra félaga innan hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert