Talið að skotið hafi verið á flutningabíl

Lögregla skoðar framljósið sem splundraðist.
Lögregla skoðar framljósið sem splundraðist. mbl.is/Júlíus

Bílstjórar segja að væntanlega hafi verið skotið  með öflugum loftriffli á einn flutningabíl, sem stendur nú í Tryggvagötu. Hefur rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgasvæðinu verið kölluð út vegna þessa en mikill viðbúnaður lögreglu er á svæðinu.

Ágúst Fylkisson, talsmaður bílstjóra, sagði við mbl.is, að nokkrir bílstjórar hefðu staðið hægra megin við bílinn þegar framljósið á honum sprakk. Ágúst sagði, að bílstjórar hefðu fengið hótanir verða aðgerða sinna, bæði með SMS og í símtölum. 

Bílstjórar og lögreglumenn í Tryggvagötu um hádegið.
Bílstjórar og lögreglumenn í Tryggvagötu um hádegið. mbl.is/Júlíus
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert