Drengnum lá á í heiminn

Aldís Eyjólfsdóttir fæddi óvænt barn sitt á heimili sínu í Vötnum í Ölfusi, rétt fyrir utan Hveragerði, í gærkvöldi.  Fyrirhugað var að Aldís myndi eiga barnið á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi, en þegar átti  að flytja hana á sjúkrahúsið varð ljóst að barninu lá mikið á að komast í heiminn.  

Að sögn Höskuldar Halldórssonar, föður nýfædda drengsins, gekk fæðingin afar fljótt fyrir sig.  „Við vorum á leið út í bíl en áður en við komust inn í bílinn var ljóst að fæðingin var að bresta á, og við fórum aftur inn, síðan gerðist þetta á svona 10-15 mínútum," sagði Höskuldur og bætti við að þau hafi náð sambandi við ljósmóður frá Hveragerði sem kom fimm mínútum síðar. 

„Ljósmóðirin var nýkomin frá Akureyri en hún náði að koma rétt áður en barnið kom í heiminn," segir Höskuldur. 

Móðir og barn voru síðan flutt á sjúkrahúsið á Selfossi og heilsast þeim báðum vel.   Drengurinn er 14 merkur og 52 sentimetrar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert