Nýtur hverrar mínútu

„Þessi vika hefur verið töluvert mikið ævintýri,“ segir framsóknarmaðurinn Samúel Örn Erlingsson sem á mánudag tók sæti sem varamaður Sivjar Friðleifsdóttur á Alþingi. Þetta er í fyrsta sinn sem Samúel Örn sest á þing og segist hann hafa notið hverrar mínútu. Mbl sjónvarp ræddi við hann í dag.

Samúel Örn segist hrífast af því hve vinnubrögðin á Alþingi séu einbeitt og skipuleg. „Ég held að þær breytingar sem hafa orðið á þingstörfunum í vetur hafa orðið verulega til góðs. Mér finnst þetta virka allt mjög vel og traustvekjandi, og fyrir mína parta mjög spennandi vinnustaður,“ segir Samúel Örn.

Hann mun sitja á þingi út næstu viku og hann segist ætla að nýta tímann vel til að kynnast störfum þingsins betur, auk þess sem hann muni ræða þau mál sem eru honum ofarlega í huga. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert