Engin tvöföldun í bráð

Frá árinu 2002 hafa þrír látist í umferðarslysum á veginum milli Hveragerðis og Selfoss og sjö slasast alvarlega. Lengi hefur verið kallað eftir tvöföldun vegarins en einhver bið verður á því. Fyrsti áfangi tvöföldunar er nefnilega frá Litlu kaffistofunni að Hveragerði. Þykir mörgum það skjóta skökku við, þar sem fleiri slys verða á vegarkaflanum frá Rauðavatni og upp að Litlu kaffistofunni sem og á milli Hveragerðis og Selfoss.

Karlmaðurá sjötugsaldri beið bana í umferðarslysi á Suðurlandsvegi í Ölfusi, á móts við Hvammsveg við Gljúfurárholt, á áttunda tímanum í gærmorgun.  Svæðisstjóri Vegagerðarinnar telur raunhæft að ætla að tvöföldun vegarkaflans hefjist í fyrsta lagi eftir tvö ár.

Rannsóknarnefnd umferðarslysa hefur þá mælst til þess að akstursstefnur verði aðskildar en samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er vegurinn of mjór til þess, auk þess sem vegtengingar eru of margar.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert