Lausir hestar skapa mikla hættu

Á Klaustri í gær - hávetur enn.
Á Klaustri í gær - hávetur enn. Lögreglan á Hvolsvelli

Mikið er um að tilkynnt sé um lausa hesta við þjóðveginn í umdæmi Hvolsvallarlögreglunnar og skapar þetta mikla hættu. Hafa orðið slys af þessum sökum undanfarið, að því er varðstjóri greinir frá.

Í vikunni voru 27 teknir fyrir að aka of hratt í umdæminu,  en sá sem hraðast ók var á 139 km hraða.  Sjö óku á yfir 120 km hraða þar sem 90 km hraði er leyfður, segir ennfremur í tilkynningu frá varðstjóra.   

Frá áramótum hafa 340 verið teknir fyrir að aka of hratt í umdæminu.  Þar af óku 53 á yfir 120 km hraða.  Sá sem hraðast ók var á 171 km hraða. 

Engin umferðaróhöpp voru tilkynnt þessa vikuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert