Segir brottkast að aukast gífurlega

Guðjón A. Kristjánsson, alþingismaður, sagði á Alþingi í dag, að hann óttist að á komandi vikum muni brottkast aukast gífurlega vegna þess, að afli hefði verið góður að undanförnu og veiðiheimildarnar væru jafnframt að dragast saman.

„Ég fæ hringingar í eyrað um að menn séu farnir að velja harkalega úr þorskaflanum sem er auðvitað fylgifiskur þess þegar heimildirnar eru svo litlar að menn sjá ekki framtíð sinni borgið við veiðarnar.  ," sagði Guðjón þegar hann hóf utandagskrárumræðu um niðurstöður svonefnds vorralls Hafrannsóknastofnunar.

Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, sagði að ýmis jákvæð  teikn hefðu komið fram í togararallinu um þorskstofninn þótt ekki mætti vænta mikilla breytinga til batnaðar á næstunni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert