Eftirlit endurskoðað vegna veggjakrots

Friðrik Tryggvason

Áberandi veggjakrot blasti við vegfarendum í Kringlunni í Reykjavík í morgun. Krotað var á húsnæði Háskólans í Reykjavík , bæði á skrifstofuhúsnæði og hús sem áður var prentsmiðjuhús Morgunblaðsins. Samkvæmt upplýsingum starfsfólks Háskólans í Reykjavík er þetta í annað sinn á nokkrum vikum sem krotað er á húsin.

Verið er að þrífa veggina er gert er ráð fyrir að einnig verði þörf á að mála þá. Var það einnig gert er málað var á húsin fyrir skömmu.  Málið verður kært til lögreglu og innan skólans verða athugaðar leiðir til að auka eftirlit á svæðinu.

Samkvæmt upplýsingum lögreglu er það tilfinning lögreglumanna að veggjakrot hafi aukist á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu en m.a var krotað á 13 strætisvagna við Hestháls í nótt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert