Bílstjórar stefna að Bessastöðum

Bílstjórar hafa safnast saman í Hafnarfirði og ætla að aka …
Bílstjórar hafa safnast saman í Hafnarfirði og ætla að aka framhjá Bessastöðum. mbl.is/Júlíus

Atvinnubílstjórar eru lagðir af stað frá Helluhverfinu í Hafnarfirði, þar sem þeir söfnuðust saman fyrir hádegið. Áforma þeir að aka út á Álftanes og þeyta lúðra þegar þeir fara fram hjá Bessastöðum, þar sem Mahmud Abbas, forseti Palestínumanna, snæðir hádegisverð.

Sturla Jónsson, talsmaður bílstjóra, sagði að þeir ætli að aka hægt út á Álftanes og „lúðra" þegar þeir aka fram hjá afleggjaranum að Bessastöðum. Á annan tug flutningabíla tekur þátt í aðgerðunum. 

Lögregla er með mikinn viðbúnað og hefur tekið loforð af bílstjórunum um að þeir muni fylgja umferðarreglum. Sturla sagði, að þeim hefði verið sagt að það yrði ekki liðið ef þeir bregði út af því.

Meðal annars fylgja sérsveitarmenn lögreglu bílstjórunum eftir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert