Bílstjórar handteknir

Til átaka kom milli lögreglu og atvinnubílstjóra á Suðurlandsvegi skammt frá Rauðavatni í morgun. Lögreglan lét til skarar skríða þegar mótmælendur urðu ekki við fyrirmælum, beittu m.a. piparúða og hótuðu að nota kylfur. Einn lögreglumaður var fluttur á slysadeild en hann fékk stein í andlitið.

Nokkrir bílstjórar og aðrir á svæðinu voru handteknir, en ekki liggur fyrir hversu margir. Nýjar fréttamyndir og viðtal við Sturlu Jónsson, talsmann atvinnubílstjóra, er í MBL fréttum.

Aðrar helstu fréttir í MBL sjónvarpi:

  • Hillary Clinton landaði mikilvægum sigri í Pennsylvaníu
  • Meirihlutaviðræður í Bolungarvík
  • Danir fá hryðjuverkahótanir
  • Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala: hóflega bjartsýn
  • Landsmenn rúmlega 313 þúsund
  • ,,Hommalegra en allt hommalegt": viðtal við höfund This is My Life
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert