Reynt að fjarlægja bíl Sturlu

Lögreglumenn við vörubíl Sturlu Jónssonar.
Lögreglumenn við vörubíl Sturlu Jónssonar. mbl.is/Júlíus

Lögreglan er nú að reyna að fjarlægja bíl Sturlu Jónssonar af Suðurlandsvegi, en það er eini flutningabíllinn sem þar er eftir. Öllum aðgerðum flutningabílstjóra þar er lokið, en nokkrir unglingar eru enn að kasta eggjum í lögreglumenn sem eru á vettvangi.

Sturla Jónsson er horfinn af vettvangi og mun vera að ráðfæra sig við lögfræðing.  Illa gengur að færa bíl hans úr stað. Lögreglan er ekki með lykla að bílnum og þurfti því að brjóta rúðu til að komast inn í stýrishúsið. Þá eru lofthemlar bílsins læstir.

Búið er að leggja hald á aðra bíla, sem skildir voru eftir á svæðinu og flytja þá á brott. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert