Samstarfi slitið vegna samnings

Samningur upp á 100 milljónir, sem fyrirtæki Soffíu Vagnsdóttur og systur hennar gerði við Ósafl um að útvega starfsmönnum við Óshlíðargöng húsnæði og fæði meðan á framkvæmdum stendur, varð til þess að A-listinn krafðist þess að Soffía viki úr bæjarstjórn eða samstarfinu yrði slitið ella. Soffía vék ekki og því sprakk meirihlutinn.

Oddviti A-listans, Anna Guðrún Edvardsdóttir, segir að trúnaðarbrestur hafi orðið og að Soffía hefði átt að greina frá því að hún væri að stórauka umsvif sín í bænum með því að gera samninginn. „Forsendur samstarfsins breyttust með þessum samningi,“ sagði hún. Þessu hafnar Soffía og kveðst hafa sagt Önnu frá því að hún myndi sækjast eftir verkinu. Þar að auki snerti umsvif hennar á engan hátt störf hennar í bæjarstjórn.

Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað í lykilstöðu eftir þessar sviptingar. Eftir að meirihlutinn sprakk hringdu bæði Anna og Soffía í oddvita flokksins, Elías Jónatansson, nánast á sömu mínútunni að hans sögn og óskuðu eftir samstarfsviðræðum.

Soffía Vagnsdóttir sagðist hvorki kannast við ágreining né trúnaðarbrest sem réttlæti slit á meirihlutasamstarfi. Þetta snerist ekki um ágreining um málefni heldur eingöngu margumræddan samning.

Soffía er einnig skólastjóri grunnskóla Bolungarvíkur en hún kveðst geta sinnt öllum þessu störfum og það sé síður en svo einsdæmi að fólk úti á landi starfi að mörgu í senn. „Margur hefur verið hér í stærri umsvifum og setið í bæjarstjórn,“ sagði hún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert