Aðaldælahreppur og Þingeyjarsveit sameinast

Úr Aðaldal
Úr Aðaldal mbl.is/Ragnar Þorsteinsson

Í dag var kosið um sameiningu Aðaldælahrepps og Þingeyjarsveitar í S-Þingeyjarsýslu. Niðurstöður urðu þær að sameining sveitarfélaganna var samþykkt með afgerandi mun.

Í Aðaldælahreppi voru 199 á kjörskrá þar af kusu 137 eða 68,8%.          Tillagan var samþykkt með 94 atkvæðum eða 68,6% gegn 40 atkvæðum eða 29,9%. Auðir og ógildir voru 3 eða 2,2%.

Á kjörskrá í Þingeyjarsveit voru 515 þar af kusu 446 eða 86,6%. Tillagan var samþykkt með 257 atkvæðum eða 57,6% gegn 184 atkvæðum eða 41,4%. Auðir og ógildir voru 5 eða 1%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert