Ástþór býður sig ekki fram

Ástþór Magnússon gefur ekki kost á sér í næstu forsetakosningum.
Ástþór Magnússon gefur ekki kost á sér í næstu forsetakosningum. Jmbl.is/Jim Smart

Ástþór Magnússon fyrrum forsetaframbjóðandi birtir í Fréttablaðinu í dag auglýsingu þar sem hann fer yfir feril sinn og ræðir hugmyndir sínar um forsetaembættið en í niðurlagi textans kemst hann að þeirri niðurstöðu að heillavænlegast sé fyrir málstað Friðar 2000 að hann taki ekki þátt í ár.

Hann skorar einnig á Ólaf Ragnar Grímsson að nota hið einstaka tækifæri sem honum hefur borist á silfurfati frá Palestínu til að virkja Bessastaði. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert