Farþegar strand vegna vélarbilunar

Vélarbilun hjá Iceland Express tefur söngfugla í Berlín.
Vélarbilun hjá Iceland Express tefur söngfugla í Berlín. mbl.is

Um 100 meðlimir Kvennakórsins og Léttsveitar Reykjavíkur eru strandaðir á flugvelli í Berlín. Seinkun hefur orðið á flugi Iceland Express vegna vélarbilunar. Er gert ráð fyrir að brottför frestist um sex klukkustundir.

Að sögn Margrétar Þorvaldsdóttur sem fer fyrir hópnum er leiðinlegt að lenda í töf af þessu tagi, en hópurinn lætur fara vel um sig á flugvellinum.

Segir Margrét kórinn hafa átt góða ferð til Berlínar, en haldnir voru tónleikar á laugardag í Admirals Palace.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert