Ráðherrar á rökstólum

Ráðherrarnir ræddu við blaðamenn eftir fundinn.
Ráðherrarnir ræddu við blaðamenn eftir fundinn. mbl.is/Ómar

Finnski forsætisráðherrann, Matti Vanhanen sem er staddur hér í opinberi heimsókn ræddi við Geir H. Haarde forsætisráðherra í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík í dag. Ráðherrarnir ræddu málefni Evrópusambandsins en tóku skýrt fram að ekki var rædd aðild Íslands.

Ráðherrarnir ræddu einnig samskipti hvors ríkis um sig við Rússland, flugferðir rússneskra herflugvéla inn í flugumsjónarsvæði landanna og viðskiptasamninga og fleira.

Að skilnaði gaf Geir H. Haarde Matti Vanhanen finnska þýðingu af skáldsögunni Argóarflísinni eftir Sjón.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert